miðvikudagur, október 29, 2003

 
Lærdómur, lærdómur, lærdómur...út á það snýst líf mitt þessa daga, þessar viku, þessa mánuði. Ég er orðin leið á þessum lærdómi alltaf hreint, langar bara að liggja einhvers staðar, þess vegna í Vesturbæjarlauginni, og gera hreint ekki neitt nema kannski bara hugsa um af hverju jörðin er kúla, já eða hvað mig langi mikið til þess að hætta að borða nammi, eða jafnvel bara hugsa um að reyna að hugsa um ekki neitt... En koma tímar, trúðu mér, í maí verð ég orðin kennari og get þá loksins farið að beita því sem mér finnst skemmtilegast í þessu námi: að kenna í raun og veru en ekki bara lesa kenningar einhverra karla sem hafa skrifað um kennslu, ullabjakk! Ég segi það og stend við það: annað hvort er maður góður kennari eða ekki, engar fræðibækur geta sagt manni til um það...maður reyndar fær vitneskju um ýmsar áhugaverðar kennsluaðferðir og er það í sjálfu sér mjög gott, en annars þá langar mig bara að æfa mig að kenna...fer einmitt á næsta föstudag og kenni í fyrsta skipti!!! Ég er strax komin með fiðrildi í magann yfir því! Ég mun byrja á því að kenna endurreisnina í fyrsta tímanum, síðan koma siðaskiptin, galdrafárið og allt það, sem mér finnst æðislega skemmtilegt.
Ég er núna ekki búin að borða rautt kjöt í um það bil 1 og 1/2 mánuð og líður mér bara vel, ég borða þó fisk og ætla aldrei að hætta því...það er líka alveg ótrúlegt hvað maður getur gert úr baunum og haft þær í staðinn fyrir kjöt í ýmsum réttum, til dæmis pottréttum, lasagne osfrv...og síðan er tofu ein besta uppfinning sem ég veit...einhvers konar baunabúðingur sem er hægt að matreiða eins og gúllas, nema bara það er hvítt á litinn! Nammi namm! Það er svo notalegt úti núna, falleg snjóföl yfir öllu, ég fór með Ragga í gönguferð áðan og á leiðinni fór að moksnjóa, það kom skemmtilega á óvart, ég elska svona kyrrláta snjókomu! Best að halda á spöðunum, hafið það gott þangað til næst!

|

laugardagur, október 25, 2003

 
jæja, þá er víst kannski kominn tími til að ég reyni að blogga eitthvað, ég gef mér helst tíma til þess virðist vera í vinnunni því þótt undarlegt megi virðast þá er minnst að gera hjá mér þar! Dagurinn verður annasamur, ég verð hér að vinna til klukkan fimm, þá fer ég beint niður á umferðarmiðstöð þar sem ég ætla að taka rútuna í Sandgerði klukkan fimm því hún Sædís systir mín heldur upp á afmælið sitt í kvöld og mig langar aðeins að kíkja í afmælið. Síðan kem ég aftur hingað í fyrramálið, byrja að vinna og síðan annað kvöld munum ég og Inga Lára reyna að vinna eitthvað í öllu því sem við þurfum að gera fyrir kennslufræðin...ég verð að viðurkenna að þessi skóli er að ganga af mér dauðri, ég er gjörsamlega úrvinda á kvöldin (nóttunni) þegar ég get loksins farið að sofa. Síðan er þetta orðin svo mikil hringavitleysa að ég sef lítið en þar af leiðandi hef ég minni orku og nennu til að læra og svona heldur þetta áfram...úffum púff, ég hefði aldrei trúað að þessi kennslufræði væru svona erfið viðureignar, finnst ykkur nokkur hemja að núna erum við með 7 stór verkefni í gangi sem við þurfum að skila í nóvember, SJÖ VERKEFNI! Það er nú ekki nokkur hemja. Ég veit það eitt að eftir þennan vetur ætla ég að taka mér pásu í náminu, fara að vinna smá og leggjast ef til vill í heimshornaflakk...Það er kannski ekkert skrítið að ég sé orðin leið á skólanum, búin að vera í skóla síðan að ég var sex ára. Mér finnst ég auðvitað mjög heppin að fá að vera í skóla og gaman í sjálfu sér, en maður verður líka þreyttur á að vera alltaf í vinnunni, alltaf að gera einhver heimaverkefni, alltaf að hugsa um að læra, alltaf að hugsa um próf... en kennslunámið er skemmtilegt en bara óbærilega mikið að gera.
Mér líkar mjög vel í kennsluþjálfuninni uppi í Borgarholtsskóla, það er núna bara ein og hálf vika þar til ég fer að kenna sjálf! Gúlp!!! Ég verð nú að segja að ég kvíði svolítið fyrir því, vona að þetta verði allt í lagi...

|

sunnudagur, október 19, 2003

 
hva� er �etta?!!!
http://www.lvalpacas.com/images/sire_images/stardust.jpg


|
 
hvað er þetta?!!!
http://images.google.com/images?q=tbn:jMBR--vXimIC:www.lvalpacas.com/images/sire_images/stardust.jpg


|
 
Komið þið öll blessuð og sæl!
Ég er í vinnunni á Listasafninu, klukkan er að verða hálfeitt og ég er ekki búin að fá einn einasta viðskiptavin í morgun, ekki einn! Það eru einhverjir búnir að skoða búðina en enginn að kaupa neitt, hvurslags níska er þetta?!!!
Ég er svo ótrúlega pirruð núna á herra biskupi Íslands, ég gæti hreinlega öskrað upp í eyrun á honum. Lifir maðurinn á 15.öld? Hver er hann að segja að draugasetrið sé af hinu illa? Og hver þykist hann vera að segja að draugar séu bara í höfðinu á fólki? Tjah, ef svo er, hvað er þá Guð? Er hann ekki ein af þessum hugarvillum fólks líka? Síðan dirfist hann að segja að allir draugar séu af hinu illa. Það er eitthvað mikið að hjá sumum, skilur hann ekki að draugatrú er hinn mesti menningararfur Íslendinga, hvernig ætlar hann sér að loka á þjóðtrúna og þjóðararfinn? Hann kallar draugasetrið ýta undir forneskju...en halló, hvað er þá Biblían? Ef það er ekki forneskja að standa uppi við altari hverja helgi og messa úr 1500 ára gamalli bók eða svo, þá veit ég ekki hvað forneskja er.
Þessi blessaða þjóðkirkja er líka að deyja úr minnimáttarkennd, það kemur ekki til greina hjá yfirmönnum hennar að aðskilja ríki og kirkju, því þá vita þeir að þeir munu ekki fá eins há laun og að kirkjan fengi miklu minni pening. Mér finnst að það ætti að leggja niður margar af þessum kirkjulegu athöfnum, sem í sjálfu sér er ekkert nema pappír sem maður getur alveg eins bara nálgast hjá sýslumanninum. Og að ferma 13 ára grey sem hugsa ekkert um annað en pakkana og veisluna, þetta er bara kúgun. Og hvaða þrjóska er þetta í yfirvöldum, ríkisstjórninni og kirkjuyfirvöldum, að leyfa ekki Helga Hóseassyni að afnema skírn sína, hann er búinn að berjast fyrir þessu í tugi ára en ekkert gengur. Ætlar ríkið að láta blessaðan manninn fara óánægðan í heilaga gröf? Er þetta kristilegur kærleikur af hálfu kirkjunnar og ríkisins? Þannig að lokaorð mín eru: lengi lifi draugar og forneskja, hipp,hipp, húrra.

|

þriðjudagur, október 14, 2003

 
Jæja gott fólk! Það er nú orðið ár og öld síðan ég síðast skrifaði hér í bloggið mitt, en nú koma fáeinir punktar! Ég er bara búin að vera svo ótrúlega upptekin upp á síðkastið að það er nú engu lagi líkt! Það er allt á fullu í náminu og skólanum og síðan er kennsluþjálfunin byrjuð á fullu. Ég verð í vetur í Borgarholtsskóla að fylgjast með kennslu og kenna sagnfræði. Mér líst mjög vel á skólann sem er mjög stór og allt svo nýtt í honum. Mjög flottur (að innan að minnsta kosti!). Í dag sátum ég og Inga Lára stalla mín úr þjóðfræðinni í fyrstu sagnfræðitímunum og líkaði okkur vel. Síðan er heilmikil vinna sem fylgir þessu vettvangsnámi, skrifa hjá sér punkta um kennarann og kennsluna, skrifa hugleiðingar okkar sjálfra osfrv. Síðan á föstudaginn er ég að fara að halda fyrirlestur í Ráðhúsinu um Nýsköpunarsjóðsverkefnið mitt...gúlp, ég kvíði svolítið fyrir því. Þetta eiga reyndar bara að vera 10 mínútur á mann: 5 mínútur fara í fyrirlesturinn og aðrar fimm í að sitja fyrir svörum. Þetta reddast áreiðanlega en svolítið stressandi að vita að borgarstjórinn og borgarnefnd... úff púff, eins gott að þetta gangi vel.
En jæja, ég ætla nú að fara að halda áfram að læra, hafið það gott þangað til næst, bæjó!

|

sunnudagur, október 05, 2003

 
Mynd dagsins:
jpeg:http://www.mkrupa.freeserve.co.uk/fairies.jpg

|
 
Mynd dagsins:http://www.mkrupa.freeserve.co.uk/fairies.jpg

|
 
Mynd dagsins:

|

laugardagur, október 04, 2003

 
Jæja, þá er best að reyna að segja eitthvað að viti eftir langa bið! Ég er á Listasafninu að vinna og er núna formlega byrjuð í starfi mínu sem listmunabúðardama!!! Það er ekki amalegur titill! Ég horfði á svo æðislega mynd um daginn á myndbandi, hún heitir: Punch Drunk Love (vona að þetta sé rétt skrifað ) og er með Adam Sandler og Emily Watson í aðalhlutverkum. Hún var svo yndisleg þessi mynd í alla staði, ég mæli eindregið með henni. Emily Watson er svo frábær leikari og Adam Sandler sömuleiðis, og kemur hann mjög á óvart í þessari mynd þar sem hann leikur "alvarlegasta" hlutverkið sem ég hef séð hann í.
Ég horfi núna þessa dagana alltaf á atvinnumanninn á skjá einum...og ég ligg og grenja úr hlátri! Hvað er það við þennan mann sem mér finnst svona ógeðslega fyndið? Bara þegar ég sé hann, þá fæ ég magakrampa af hlátri...skrítið af því að ég hef aldrei "fílað" fóstbræðrahúmorinn, finnst hann stundum svona einum of, en Þorsteinn Guðmundsson (atvinnumaðurinn) hefur einhvern veginn ótrúlegt lag á þessum húmor sem er samt allt öðruvísi en fóstbræðrahúmorinn. Mer fannst best þegar hann var að prófa að vera kennari...og bóndastarfið, það var sko fyndið! Jæja, það er best að fara að sinna vinnunni, verið þið sæl að sinni!

|

miðvikudagur, október 01, 2003

 
Jæja, ég held ég sé nú búin að læra svolítið á þetta, þökk sé henni Eddu sem algjörlega bjargaði mér...

|
 
Hér er ótrúlega sæt mynd:

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?