laugardagur, ágúst 07, 2004

 

Talandi um kvikmyndir...

Ég fór í bíó í gærkvöldi á myndina The Village, það fannst mér ofsalega góð mynd og ef ég myndi gera kvikmyndir, þá væri það eitthvað svipað þessari...eða svipað LOST IN TRANSLATION, sem er mín uppáhaldskvikmynd þó víðar væri leitað, Lost in Translation er allt það sem kvikmynd þarf að bera að mínu mati og er hún svo góð að hún er hafin yfir alla stjörnugjöf. Hún er bara best og verður alltaf.
Hef engan áhuga á að sjá Gretti í bíó, finnst hann sem teiknimyndahetja of kúl fyrir hvíta tjaldið, mér finnst hann líka gerður hálfkjánalegur í þessari mynd, hann er gáfaður köttur en mér finnst hann gerður svolítið heimskur. Grettir er svo æðislegur í bókunum að ég vil ekki spilla ímyndinni sem ég hef af honum þar með einhverjum amerískum hollívúdd bröndurum og töktum!!! Og hananú!!!:)

|
 

TÍMAMÓT...

Jæja, ég er mætt á nýjan leik, úff, margt að gerast í mínu lífi þessa dagana og bara allt snýst einhvern veginn í hringiðu tímans...núna er til dæmis bara tvær vikur þar til ég fer að kenna, tvær vikur!!! Þetta er alltof stuttur tími og ég á eftir að undirbúa mig svo ótrúlega mikið, bæði andlega og námslega. Ég held að þetta verði samt mjög skemmtilegur vetur, en erfiður, er búin að undirbúa mig undir mikið álag. Ég er búin að vera meira og minna öll kvöld í Sandgerði að gera upp íbúðina sem ég leigi í vetur, fín íbúð alveg hreint, 50 fermetrar með risastóru baðherbergi og baðkari sem er algjör lúxus að mínu mati. Ég er síðan að fara að hætta á Listasafninu, síðasti vinnudagurinn hjá mér er á morgun, ég stend því á miklum tímamótum í lífi mínu á öllum sviðum.
Ég keypti mér DVD spilara í gær, Sony, rosaflottur spilari, enda ákvað ég að kaupa mér almennilegan flottan spilara sem mig langaði í heldur en að vera að kaupa eitthvað Sakahikinited eða annað í þeim dúr sem er ódýrt en bilar strax, Sony rúlar feitt og mun alltaf gera það. Held að fólk verði ekkert of duglegt að heimsækja mig í Sandgerði í vetur þannig að ég er búin að búa mig mundir mikið DVD gláp á kvöldin, sem er fínt líka, þá get ég horft á allar myndirnar sem ég á eftir að sjá. En munið bara, kæru lesendur, að Sandgerði er einungis í 40 mínútna fjarlægð frá höfuðstaðnum...
Ég er líka komin með nýjan heimasíma, mjög kúl símanúmer, sem ég gef þó ekki upp hér á netinu, sendi ykkur bráðum sms með því eða eitthvað svoleiðis...
Litla kennslukonan kveður að sinni.

|
 

Ef ég væri Japani...

My japanese name is 遠藤 Endoh (distant wisteria) 美晴 Miharu (beautiful clear sky).
Take your real japanese name generator! today!
Created with Rum and Monkey's Name Generator Generator.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?