mánudagur, janúar 26, 2004

 
Kæru vinir, hér með tilkynni ég ykkur að ég hef öðlast hæfileika til þess að lifa ein og einn dag í lífi valinna einstaklinga! Fyrsti einstaklingurinn sem ég lifði mig inn í er hann Baddi, FM-hnakki.

Dagur í lífi Badda FM-hnakka


Geðveikt mar, vaknaði um hádegi, dísös hvað kallinn var þreyttur, ætlaði sko að eipa í bælinu. Eina ástæðan til að vakna var að til þess að kíkja í spegilinn, djöfull er mar flottur, bara bretti og allt, borgar sig líka þokkalega að fara í ljós tvisvar á dag. Ég skellti mér í þröngu gallabuxurnar, þrönga hvíta bolinn minn sem sýnir flotta boddíið mitt, setti gullkeðjuna á mig mar, er ekkert án hennar, geðveikt svöl keðja sem ég fékk í djammferðinni minni í Köben. Skellti mér í Buffalo skóna mína, hakkaði í mig bananasjeiki, hlaða mig upp fyrir ræktina. Ætla sko þokkalega að pumpa í World Class. Kom í World Class, pumpaði nokkrum sinnum, sjitt hvad kallinn var flottur í speglinum mar, gellurnar alveg að eipa yfir mér mar. Fékk mér Leppin orkudrykk og þaut af stað í rauða nýja sportbílnum mínum, þokkalega svalur bara, rúntaði í rólegheitunum niður Laugaveginn, með Scooter í botni...djö hvað það er gott band mar, fíla það sko í ræmur, massagott mar. Gellurnar alveg blautar á eftir mér, sjitt hvað minn er flottur. Skellti mér í hárgreiðslu, aðeins að snyrta hnakkann, aflita það aftur, leit í spegilinn og sá bara hvað ég er flottur. Sjitt, skuggalegt alveg. Ætla síðan þokkalega að plana feitt djamm á Selfossi um helgina, vá hvað verður gaman, sjitturinn, ætla sko að höstla geðveikt...Selfoss, beware! Djöfull er mar svalur...

|

fimmtudagur, janúar 22, 2004

 
Ef ég væri myrk persóna, þá væri ég...tjah, engin!!!flowers
You're not dark!!! Did you take the quiz just to
discover that? I mean, you must be some kind of
angel to get this result between all the
darkness...


Please rate ^^


What kind of dark person are you?
brought to you by Quizilla


|
 
Já takk! Ef ég myndi giftast frægri persónu, þá væri það:
You are going to marry Brad Pitt. He is always
friendly to anybody he ever meets and he is
very talented as an actor. He is also very
sincere and friendly. He will respect you until
the day he dies. Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (10 results that have pics!)
brought to you by Quizilla
Nammi namm, I do my dear Brad! Ég verð að viðurkenna að ég hef nú alltaf verið svolítið veik fyrir honum...Varaðu þig Jennifer Aniston!


|
 
Ef ég væri persóna í Lord of the Rings, þá væri ég:
sam
Congratulations! You're Sam!


Which Lord of the Rings character and personality problem are you?
brought to you by Quizilla


|

þriðjudagur, janúar 20, 2004

 
Hæ allir! Mig langaði að deila með ykkur hugmynd sem hefur verið að brjótast um í mér nokkuð lengi og sem ekki kemst í gagnið nema með hjálp ykkar. Þannig er mál með vexti að ég hef mikinn áhuga á minningum, hvers konar minningum. Sérstaklega þeim minningum sem fólk man fyrst eftir og þeim minningum sem sitja hvað sterkast í fólki. Mér þætti mjög vænt um ef þið vilduð senda mér einhvern tímann við tækifæri minningu/minningar sem þið munið fyrst eftir og kannski smá lýsingu á hvað þið voruð gömul, af hverju þið munið þetta osfrv. Og munið, ég ein mun sjá þetta, og ég geri ekkert við þetta nema með ykkar leyfi!!! En allavega, hafið þetta í huga, ég yrði þakklát ef þið mynduð senda mér eina og eina minningu við tækifæri... En þá er best að senda það á þetta netfang: gruskari@hotmail.com. Endilega látið mig vita hvað ykkur finnst um þessa hugmynd!!!

|

sunnudagur, janúar 18, 2004

 
Edda og Inga Lára, takk fyrir frábært Idol-partí kvöld...við vorum nú samt ekki orðnar svona sjúskaðar eins og þessi partííkorni... !


|

laugardagur, janúar 17, 2004

 

|
 
Komið þið öllsömul blessuð og sæl! Ég veit að ég er ekki búin að vera dugleg að blogga að undanförnu en ég hef afsökun! Þannig er að tölvan mín þurfti endilega að verða lasin í síðustu viku og núna er hún á tölvuspítalanum, líðan eftir atvikum, og reikna með henni heim endurnærðri í næstu viku. En það sem ég sakna tölvunnar minnar, það er nú ekkert smá, grenj! Ég er núna í Sandgerði og notaði því tækifærið að komast í tölvu og blogga smá! Mamma mín, hún Stefanía Rósa Jóhannsdóttir, á nefnilega afmæli í dag og ég notaði tækifærið til þess að kíkja í heimsókn. Þegar ég kom inn hér í dag í Sunnuhvol þá tók á móti mér vöffluilmur, namminamm! Það er alltaf svo gott að koma hingað, ahhh, notalegt. En jæja, ég ætla ekki að nota allan tímann sem ég er í heimsókn að hanga í tölvunni þannig að ég bið að heilsa ykkur í bili og reyni að blogga sem fyrst aftur!

|

sunnudagur, janúar 11, 2004

 
Ég er ánægð með lífið. Og þakklát fyrir það, þrátt fyrir kvart og kvein svona af og til um hvað maður á rosalega bágt! Hugsið ykkur hvað við höfum það gott, að minnsta kosti allflest. Samt stendur maður sig að því að kvarta og kveina yfir ýmsum hlutum sem í heildina séð skipta nánast engu máli. Það er alltaf hægt að segja að grasið sé grænna hinum megin og ímynda sér gulli slegin engi, prýdd demantsblómum og þar sem hægt er að fara undir regnbogann og óska sér. En hvers vegna ekki að leggja rækt við grasið hérna megin og búa til sína eigin fullkomnu veröld, við ættum að minnsta kosti að vera ánægð með það sem við höfum en ekki alltaf að leita langt yfir skammt.

|

laugardagur, janúar 10, 2004

 
Ég þoli ekki að það sé í tísku að:

...vera á móti Hannesi Hólmsteini í Laxness málinu mikla
...ganga í Ce Guara bolum (eða hvernig sem það er skrifað)
...lesa ljóð á Prikinu (spurning um svolítið mikla tilgerð!)
...ganga í G-streng (hvaða hálfviti fann upp nærbuxur sem eru á kaf uppi í óærðri endanum?? Hræðilegt að sjá kvenfólk beygja sig og sjá G-streng lengst upp á bak. Auk þess eru rasskinnar ekki smart, sorry...)
...finnast Sushi gott
...vera á móti ríkisstjórninni
...vera með ríkisstjórninni
...vera "hin kærulausa týpa"
...þykja ljóskur heimskar
...stunda hópsex
...láta tattúvera sig fyrir ofan rassinn svo það sjáist þegar maður beygir sig
...vera Gothic
...vera feministi
...hafa skoðun á öllu

Og fleira og fleira og fleira!!! More to be come!!!

|
 
Mér finnast þessi uppþot síðastliðnar vikur varðandi bók Hannesar Hólmsteins um Halldór Laxness hreint og beint fáránleg...og ég hika ekki við að segja að ég held með Hannesi! Það er alveg merkilegt að einn maður ráði ekki hvernig hann ritar bók um eina persónu, er ekki ritfrelsi í þessu landi? Og hvað varð um hið listræna svigrúm sem ég hélt að allir hefðu möguleika á? Ég sé ekki að Hannes hafi brotið neitt af sér, nema kannski að brjóta upp hið leiðigjarna form hinnar hefðbundnu ævisögu og gera texta Halldórs meira lifandi með því að kveikja nýtt líf í snilldarlegum setningum Halldórs. Hvað varðar notkun á persónulegum heimildum á borð við bréf, dagbækur og fleira, þá er það staðreynd að á Landsbókasafni Íslands eru flestar heimildir á borð við þessar opnar öllum og ef á að loka heimildir fyrir einum manni þá á að loka þær fyrir öllum. Mér finnst þetta fremur ósanngjarnt, það má margt segja um Hannes en í þessu tilfelli stend ég með honum. Enda þykist ég vera nokkuð viss um að Halldór sjálfur, sem sjálfur notaði utanaðkomandi heimildir nánast beint í bókum sínum (samanber ræður Rauðsmýrarmaddömunar), hefði ekki farið að fussa við þessum ævisöguskrifum Hannesar, hann kunni allavega vel að meta fólk sem gagnrýndi hann, til dæmis voru hann og Þórbergur Þórðarson víst góðir vinir þrátt fyrir að Þórbergur léti hann heyra það svo um munaði af og til! Annars á ég eftir að lesa bókina sjálfa og læt ykkur vita ef ég skipti um skoðun eftir lesturinn...

|

fimmtudagur, janúar 08, 2004

 
Ég er bara að prófa mig áfram með tæknina eins og gengur og gerist...!



|

miðvikudagur, janúar 07, 2004

 
Hér er ég komin eina ferðina á ný! Ætlaði að vera svo dugleg og fara í Hreyfingu í dag en veðrið er svo leiðinlegt að ég ákvað frekar að sofa til hádegis, lesa í eins og tvo klukkutíma, borða, blogga og hlusta á Diönu Krall, alveg fínasti dagur hjá mér! Fór í jóga í gær og það var alveg hreint frábært, hafði þá ekki farið í jóga í um einn mánuð en ætla að reyna að fara eins og tvisvar í viku núna, þetta er alveg ótrúlega gott bæði fyrir líkama og sál.



Ég fór í banka á mánudaginn, stóð í ótrúlegri biðröð enda bankarnir fyrst opnir þann dag eftir langt frí. Þessi bankaferð er svosem ekki í frásögur færandi nema hvað hún fékk mig til þess að hugsa um dálítið, það fyrirbæri sem kallað er hamingja. Þannig var að tvær konur á milli sextugs og sjötugs voru að tala saman í bankanum, og ég eins og ég er nú forvitin fór að hlusta á hvað þær voru að tala um. Önnur þeirra var að skoða einhvern pésa frá bankanum sem ég veit nú ekki alveg hvað var um, einhver ný þjónusta, allavega stóð: langar þig til þess að læra að lifa lífinu? Eða eitthvað þannig framan á bæklingnum. Og þá sagði önnur þeirra: já, það er nú kannski tími til kominn að manni sé kennt það, það er ekki seinna vænna og hin tók undir í sama streng, báðar eitthvað voða bitrar í röddinni sem hljómaði þannig að hamingjan væri eitthvað sem þær hefðu aldrei öðlast um ævina. Þetta greip mig gersamlega, er virkilega til fólk sem heldur að aðrir einstaklingar eða hlutir geri það hamingjusamt? Ég held því miður að það sé alltof algengt, sérstaklega hjá kvenþjóðinni, að einstaklingar leiti hamingjunnar utan að, til einhvers annars og utanaðkomandi fremur en að leita inn á við. Konur leita til dæmis oft til karlmanna (hver kannast ekki við setningar eins og: "ég bara get ekki lifað án hans" eða "hann gerir mig svo hamingjusama") og sumar/sumir halda því miður að hamingjuna sé að finna með því að eiga allt það flottasta, fínt hús, maka í góðri vinnu, vera "hamingjusamlega" giftur, eiga krakka og hund. Ég get samt eiginlega alveg staðfest með mikilli vissu, að hamingjuna er ekki að finna með þeim hætti. Haminguna er að finna innra með sjálfri sér, það getur enginn gert mann hamingjusaman en maður sjálfur. Með því að leggja rækt við sjálfan sig, hafa metnað í því að gera það sem maður hefur áhuga á og minna sjálfan sig á svona nokkrum sinnum í viku að kannski sé ég nú bara nokkuð góð manneskja sem getur allt sem hún vill, þá finnur maður hamingjuna. Og kæru kynsystur, þótt kærastar okkar séu yndislegar verur og algjör krútt, þá gleymið ekki að þeir gera okkur ekki hamingjusamar, það erum við sjálfar, þeir geta hins vegar samglaðst okkur í hamingjunni og ýtt undir hana. En gleymum ekki hverjar við sjálfar erum, hvað okkur langar að gera, og hvað við viljum sjálfar gera með lífið og tilveruna. Það er hamingja.



|

þriðjudagur, janúar 06, 2004

 
Komið þið öllsömul blessuð og sæl og gleðilegt nýtt ár!!! Já, hún Helga er nú enn á lífi, hún er bara búin að hafa það svo gott yfir jólin að þetta er í fyrsta sinn sem hún gefur sér tíma til að blogga á ný!!! Já, þetta eru nú búið að vera dásamlegt og vel þegið jólafrí eftir mikla törn í kennslufræðunum í Háskólanum. Ég var mest í Sanderði yfir jól og áramót hjá foreldrum mínum og systur og var það alveg frábært, gott að geta loksins eytt tíma með litlu systur án þess að vera með lærdóminn alltaf hreint á hælunum.
Ég sé að það er nú ansi sniðugt hjá henni Eddu og fleirum að taka saman hið liðna ár í heild sinni. Hvað gerðist markvert og hvað minna markvert á árinu 2003 hjá henni Helgu, það var nú ýmislegt þegar ég fór að hugsa, til dæmis:

-Vinna, vinna vinna! Á árinu vann ég alltof mikið! Ætla aldrei aftur að vinna svona mikið, ég "lofa" sjálfri mér því! (Aldrei þó að segja aldrei...) Ég byrjaði að vinna á Listasafni Íslands í apríl, síðan vann ég á Árbæjarsafni í júní til lok ágúst og síðan var ég líka að vinna nýsköpunarsjóðsverkefni frá júní fram í september! Þótt þetta væri erfitt, þá var þetta yndislegur tími og allar vinnurnar jafnskemmtilegar. Á Árbæjarsafni lærði ég nú ýmislegt nýtt, til dæmis að strokka smjör, spinna ull á rokk, takast á við drauga og fleira...Eins og ég hef áður sagt, erfitt sumar en jafnframt yndislegt!!! Ég er enn að vinna á Listasafninu með skólanum og líkar það ljómandi vel og starfsfólkið frábært.

Fleiri afrek!:

- Ég útskrifaðist með B.A. gráðu úr þjóðfræðinni í júní
- Ég náði að safna hári niður í mitti!
- Ég fór í skemmtilegasta partí í heimi hjá henni Guðrúnu, þjóðfræðipartí rúla! ;)
- Ég eignaðist nýjan sálufélaga, hana Búkollu á Árbæjarsafni
- Ég byrjaði í kennsluréttindanámi í Háskóla Íslands
- Ég lærði að blogga og líka að búa til heimasíðu!
- Ég flutti í nýja íbúð (sem er reyndar orðinn árlegur viðburður hjá mér...!)
- Ég fór á Þingvelli og á Laugarvatn og á Selfoss (lengra komst ég víst ekki...!)
- Ég uppgötvaði Bóthildi í mér

Og eflaust margt fleira sem hér verður ekki í frásögur færandi, en látið mig vita ef ég hef gleymt einhverju!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?