sunnudagur, október 23, 2005

 

Conas atá tú?

Titill bloggsins mins i dag er irska yfir How are you? Ja, eg er farin ad laera irsku lika i haskolanum og likar mjog vel, ekkert sma skemmtilegt og ahugavert tungumal. Thad eru viss svaedi her a Irlandi sem eru irskumaelandi og thar sem allflest er fyrst og fremst a irsku (folkid talar samt lika ensku) og thau svaedi eru adallega a vesturstrond Irlands og sidan herna i kringum Cork. Eg get gefid ykkur herna sma daemi med samtali a irsku til ad gefa hugmynd um hvernig malid er:

Dia dhuit (hello) eda: Gud se med ther
Dia agus murie dhuit (hello also to you) thydir reyndar bokstaflega: Gud og Maria veri med ther
Cad is ainm duit? (Hvad heitir thu)
Helga is ainm dom (Eg heiti Helga!)
Conas atá tú? (how are you?)
Tá mé go maith, go raibh maith agat. (I am fine, thank you)
Slán!! (bye)

Thad er buid ad rigna eldi og brennisteini her i Cork undanfarna daga, flaett inn i verslanir i midborginni en ekkert alvarlegt sem betur fer. Haustid er greinilega komid her, rakinn ogurlegur og omogulegt ad thurrka thvott. Eg held eg venjist aldrei rakanum herna, thegar madur fer i fotinn a morgnana tha eru thau rok og thvol, jafnvel tho thau seu vandlega grafin inn i fataskap, ullabjakk!

Eg er farin ad hlakka til ad koma heim til Islands um jolin, hitta fjolskyldu og vini og borda godan mat...og finna islenskan vetrarkulda, frost og snjo!!!
Bestu kvedjur i bili,
Helga.

|

miðvikudagur, október 05, 2005

 

Timinn lidur, trudu mer...

Eg er byrjud i skolanum a fullum krafti og list mer aldeilis vel a thetta allt saman. Vid erum afar nettur bekkur, vid erum allt stelpur og alls fjorar i bekknum !!! Ein er fra Finnlandi, onnur fra Bandarikjunum, su thridja fra Frakklandi og sidan eg! Thad er vist frekar ovenjulegt ad thad seu bara althjodlegir nemendur i masternaminu en Irar virdast greinilega ekki hafa mikinn ahuga thetta arid!! Eg er i thremur namskeidum og eru tvo theirra byrjud, kennarinn i thvi thridja er buin ad vera lasinn. Namskeidin heita: History and Theory of Ethnology, Ethnography and the Archive og Topics in Ethnology Research. Allt mjog ahugavert og nog efni til ad lesa.

Eg er lika buin ad vera ad vinna mikid a gistiheimilinu, konugreyid er oll ad mykjast upp og haldid thid ekki ad hun hafi akvedid ad borga mer 8 evrur a timann!!! Thannig ad hun virdist vera anaegd med mig. Eg var ad vinna fra kl. sjo i morgun til 11, for i skolann og er nuna ad fara ad laera. Eg get ekki bedid med ad byrja ad kafa i bokaskruddurnar, ekkert sma gott ad hafa tekid 1 ar fri fra skolanum og byrja sidan aftur, eg er oll endurnaerd og hlakka til ad laera i vetur.

Vardandi heimtra: Julla i Californiu minntist a heimthra a blogginu sinu sem gripur hana stundum og verd eg ad deila thvi med henni. Stundum fae eg svona lika heimthra, engist sundur og saman af Islandsast og nostalgiu og finnst allt vera omogulegt nema heima. Thad eru samt alltaf somu hlutirnir sem eg sakna:

-Saedisar systur minnar, sakna hennar ostjornlega mikid
-Fjolskyldu minnar og vinanna minna
-Brokarpartianna
-Islenska vatnsins
-heitra heimahusa
-Hjolaferda i Nautholsvikina
-Tungumalsins
-Kaffitars

og fleira og fleira og fleira

Olga og Patrick eru komin til Cork og var gott ad fa thau hingad, hafa thau thad bara mjog gott og var sma party hja okkur a laugardaginn.

En jaeja,timinn lidur og timi minn i tolvunni senn a enda.
Bless i bili!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?