þriðjudagur, mars 23, 2004

 

|

mánudagur, mars 22, 2004

 
Mér hefur alltaf fundist albínóar mjög áhugaverðir. Albínóa erfðastökkbreytinguna er ekki einungis að finna í mönnum heldur einnig í öðrum spendýrum og einnig í fiskum (ég fann til dæmis mynd af albínóaskötu!)
Hér koma nokkrar myndir af albínóum:


Þetta er mynd af svertingjakonu sem er albínói


Þetta er hvítingjastúlka sem er albínói


Þetta er albínóa kóalabjörn


Og þetta er albínóagórilla

|

sunnudagur, mars 21, 2004

 
OH MY GOD!!! ÞETTA RAKST ÉG Á Á NETINU Á HEIMASÍÐU JÓNS OG ÓSKARS (ÞEIRRA ER HÖFUNDARRÉTTURINN), FÆLIR ÞESSI MINNISLISTI EKKI FÓLK FRÁ ÞVÍ AÐ GIFTAST? ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ SEGJA MÉR AÐ ÞETTA ÞURFI MAÐUR AÐ GANGA Í GEGNUM ÞEGAR HEFÐBUNDIN GIFTING Á SÉR STAÐ? EF ÞETTA ER EKKI PLEBBALEGT, ÞÁ VEIT ÉG EKKI HVAÐ...OG HVAÐ ER RÓMANTÍSKT VIÐ ÞETTA, ÞEGAR ALLIR ERU AÐ GERA ÞAÐ SAMA, EFTIR EINHVERJUM MINNISLISTUM Á NETINU OG HAFA SÍÐAN BRÚÐARGJAFALISTA ÞAR SEM ÓSKAÐ ER EFTIR VÖRUM FRÁ TÉKKKRISTAL...ÞETTA ER MEIRA BULLIÐ!!! NIÐURSTAÐA: AS IF!!!

"Minnislisti fyrir brúðkaupið

Það sem skal gera eins fljótt og unnt er

Pantið tíma í kirkjunni.
Pantið veislusali / tjald fyrir veisluna.
Skipuleggið flutning til og frá kirkjunni.
Skipuleggið gistingu á brúðkaupsnóttina
Pantið tíma hjá hárgreiðslumeistaranum.
Pantið tíma á snyrtistofunni.
Veisluljósmyndari / myndatökumaður fyrir myndband.
Ákveðið skipulag. Jafnvel leita ráða hjá brúðkaupsráðgjafa.

4 mánuðum áður

Veljið og pantið matseðilinn – skipuleggið "prufu" máltíð þar sem þið fáið að bragða á réttunum.
Byrjið að búa til óskalista yfir gjafir.
Gerið gestalista.
Skoðið brúðarkjóla – munið að það er best að brúðurinn sé ekki með andlitsfarða þegar verið er að máta brúðarkjóla.
Skipuleggið brúðkaupsferð.
Veljið veislustjóra.
Veljið svaramann.
Ef þið óskið eftir að gera kaupmála (v. séreigna) hafið þá samband við lögfræðing tímanlega fyrir giftinguna.
Kaupið boðskort, matseðla og e.t.v. þakkarkort.


3 mánuðum áður

Sækið leyfisbréf.
Það er ágætt að senda út boðskortin núna.
Ef brúðkaupsferð er áætluð erlendis: pantið vegabréfsáritun, etv. bólusetningar og athugið vegabréfin ykkar.
Æfið ykkur á brúðarvalsinum, það er góð hugmynd að fá nokkra danstíma hjá danskennara og gera þetta með stæl.
Kaupið/leigið brúðarkjól og fylgihluti.
Pantið brúðarkaupstertu – skipuleggið etv. að fá að smakka.
Kaupið eða pantið giftingahringana hjá okkur og ræðið við okkur um að áletrunina inn í hringana t.d. nöfnin ykkar og dagsetningar.


2 mánuðum fyrir brúðkaupið

Sendið boðskortin. Skráið skipulega staðfestingar á mætingu.
Kaupið/leigið fatnað fyrir brúðgumann
Kaupið/leigið fatnað fyrir brúðarmeyjar og brúðarsveina.
Byrjaðu að undirbúa ræðuna sem þú ætlar að halda væntanlegum maka.
Byrjaðu að undirbúa þig fyrir stóra daginn, sofðu vel og hreyfðu þig mikið.
Talaðu við snyrtistofuna varðandi andlitssnyrtingu, hármeðferð, andlitshreinsun, fótsnyrtingu o.fl - Um að gera að láta stjana aðeins við sig. Tækifærin gerast varla betri.
Ef þið eruð ekki búin að panta giftingarhringana, þá er rétt að gera það strax.

1 mánuði fyrir brúðkaupið

Sækið giftingarhringana hjá Jón&Óskar.
Farið yfir svörin við boðskortunum og gerið gestalista.
Útbúið sætaskipan og gerið borðkort.
Tilkynnið þeim sem sjá um veislusalinn um endanlegan fjölda veislugesta - hafið það skriflegt til að forðast misskilning.
Útvegaðu borð fyrir gjafirnar og athugaðu hvort hægt sé að sækja gjafirnar næsta dag, svo framalega sem þið kjósið það helst.
Veldu morgungjöfina svo lítið beri á. Auðvitað hjá Jón&Óskar.
Athugið hvort þið hafið fengið send vígsluvottorðin.
Skipuleggið fund með prestinum, þar sem þið farið yfir brúðkaupsheitin. Veljið sálma og kynnið ykkur skreytingar í kirkjunni og kórnum. Kynnið ykkur einnig reglur varðandi ljósmyndun / myndbandsupptökur.
Afhendið prestinum hugsanlega vígsluvottorðin / leyfisbréf
Sendið hugsanlega blómaskreytingaaðilanum fáeinar vísbendingar varðandi blómvöndinn.
Ef brúðurinn ætlar á hárgreiðslustofu þá þarf að ákveða tíma – einnig þarf að panta "prufugreiðslu" á brúðkaupshárgreiðslunni. Það getur komið sér vel að taka brúðarslörið með og einnig höfuðdjásnið.
Brúðurin gæti athugað með að á sér "prufu" brúðkaupsandlitssnyrtingu.
Athugið hvort fatnaðurinn handa brúðurinni, brúðgumanum og brúðarmeyjunum / brúðarsveinunum sé í lagi og verði tilbúinn í tæka tíð.
Skrifið stutta lýsingu á hverjum gesti fyrir veislustjórann ef það á við.
Ef ekki er búið að panta giftingarhringana þá er ekki seinna vænna.

14 dögum fyrir brúðkaupið

Athugið að allt sé í lagi varðandi brúðkaupsferðina – munið eftir gjaldeyri.
Gangið nýju skóna til heima fyrir brúðkaupið.
Verið örugg með að hafa föt til að vera í daginn eftir brúðkaupið.
Athugið aftur hvort brúðkaupsfatnaðurinn sé og verði ekki í lagi.
Ákveðið framkvæmd veislunnar með veislustjóranum.
Það þarf að panta brúðarvönd og hnappagatsblóm blóm fyrir brúðgumann, svaramann og föður brúðarinnar.
Nú er nauðsynlegt að panta borðskreytingar og jafnvel blómaskreytingar fyrir kirkjuna.
Æfið ykkur á brúðarvalsinum. - Nú kemur danskennslan að góðum notum.
Ef þið eruð ekki búin að panta giftingarhringana þá fer hver að verða síðastur.



Daginn fyrir brúðkaupið

Gangið frá fötunum sem þið ætlið að vera í daginn eftir brúðkaupið í ferðatöskuna.
Leggið á borð og setið borðkortin á sinn stað eða sjáið um að starfslið veitingahússins geri það (í réttri röð).
Farið yfir dagskrá morgundagsins og farið snemma að sofa – hvort í sínu lagi.
Ef hringarnir eru ekki klárir, þá er samt hægt að bjarga málunum.
Ef morgungjöfin er ekki klár nú þegar, þá er ekki seinna vænna.

Brúðkaupsdagurinn

Skipuleggið eftirfarandi með fjölskyldunni:
Senda þarf ferðatöskuna með fatnaði til skiptanna o.fl. þangað sem þið ætlið að gista.
Sækja þarf brúðarvöndinn og hnappagatsblómin í blómabúðina.
Það þarf að líta eftir að borðskipulaginu verði fylgt eftir þegar farið verður að leggja á borð
Gott væri að skrifa niður hverjir koma með hvaða gjafir, ásamt blómvöndum.
Það þarf að sjá um að pakka inn brúðargjöfunum og senda þær heim til ykkar þegar veislan er yfirstaðin. Njótið dagsins!
Ef hringarnir skyldu ekki vera klárir, talið samt við okkur og við sjáum til hvað hægt er að gera.
Er ekki morgungjöfin örugglega komin? Hringdu annars strax !

Eftir brúðkaupið

Sendið brúðarvöndinn í þurrkun eins fljótt og auðið er.
Sendið þakkarkort.
Elskið hvort annað.
"

|

fimmtudagur, mars 18, 2004

 
Þessi mynd er tileinkuð öllum antihátíðarsinnum...!!!


|

föstudagur, mars 12, 2004

 
Let's go surfing!!!
Guð hvað mig langar í sumarfrí þegar ég hlusta á þetta lag með snillingunum í Beach Boys:

If ev’rybody had an ocean across the U.S.A.,
Then ev’rybody’d be surfin’ like Californ-I-A.
You’d see ‘em wearin’ their baggies. Huarachi sandals, too.
A bushy bushy blonde hairdo. Surfin’ U.S.A.

You’ll catch ‘em surfin’ at Del Mar. Ventura County Line.
Santa Cruz and Trestles. Australia’s Narabine.
All over Manhattan, and down Doheny way.
Ev’rybody’s gone surfin’. Surfin’ U.S.A.

We’ll all be plannin’ out a route we’re gonna take real soon.
We’re waxin’ down our surfboards. We can’t wait for June.
We’ll all be gone for the summer. We’re on safari to stay.
Tell the teacher we’re surfin’. Surfin’ U.S.A.

At Haggarty’s and Swami’s. Pacific Palisades.
San Onofre and Sunset. Redondo Beach, L.A.
All over La Jolla, and Waimea Bay.
Ev’rybody’s gone surfin’. Surfin’ U.S.A.

Everybody's gone surfin'
Surfin' U.S.A.



|

fimmtudagur, mars 11, 2004

 
Jibbí, Pixies eru að koma til landsins!



Eigum við ekki bara að fylkja liði og mæta í Kaplakrika þann 26.maí??? Siglum á ánni Euphrates og finnum hug okkar með beinavélunum... ok, smá Pixies nördaraskapur!!! ;)

|

mánudagur, mars 01, 2004

 
Edda fær stórt knús fyrir að koma blogginu mínu í rétt horf...takk elsku Edda mín, þú ert bjargvættur!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?