laugardagur, desember 27, 2003
Ætla bara að benda ykkur á flotta heimasíðu: www.georggudni.com . Þetta er heimasíðan hans Georgs Guðna en hann er í miklu uppáhaldi hjá mér, hér er hægt að skoða verkin hans frá ári til árs...
|
|
Komið þið öllsömul blessuð og sæl og gleðileg jól! Ég er búin að hafa það mjög gott, fór í Sandgerði á Þorláksmessumorgun til foreldra minna og systur og var hjá þeim þar til í gærkvöld, annan dag jóla. Varð að koma aftur suður því í dag og á morgun er ég að vinna á Listasafninu, vonast til að það verði rólegur dagur framundan... Ég er gjörsamlega búin að borða á mig gat um jólin! Ég er líka búin að horfa talsvert á sjónvarp, ég og Sædís systir horfðum til dæmis á Legally Blonde á jóladag, ég get alltaf horft á þessa mynd, hún er alveg frábær! Á eftir að sjá Legally Blonde tvö, kannski reyni ég að finna hana í Sandgerði um áramótin. Sædís fékk Gettu betur spiliið í jólagjöf og við spiluðum það út og inn, þetta er mjög skemmtilegt spil og gott að byggja upp heilasellurnar svona inn á milli sælgætis-og kökuáts! Jæja, best að hald áfram við að gera ekki nokkurn skapaðan hlut! (Held það muni verða mjög rólegt hérna í dag...) Bless í bili, Helga.
|
|
sunnudagur, desember 21, 2003
Kæru vinir og vandamenn! Ég tilkynni hér með að ég hef lokið prófum við Háskóla Íslands á haustönn 2003! Loksins! Húrra! Ég er ánægð manneskja! Ég er frjáls úr viðjum prófanna! Þetta er loksins búið!
|
|
föstudagur, desember 19, 2003
Sá þessa frétt á CNN, langaði að deila henni með ykkur...
http://edition.cnn.com/2003/WORLD/europe/12/19/hampton.ghost.ap/index.html
skoðið þessa slóð. Það náðist mynd af draugi í öryggismyndavél á Englandi, þetta er ein af myndunum sem náðist:
svolítið spúkí, ekki satt? Lesið ykkur endilega til um þetta á heimasíðunni sem ég vísaði til...
|
http://edition.cnn.com/2003/WORLD/europe/12/19/hampton.ghost.ap/index.html
skoðið þessa slóð. Það náðist mynd af draugi í öryggismyndavél á Englandi, þetta er ein af myndunum sem náðist:
svolítið spúkí, ekki satt? Lesið ykkur endilega til um þetta á heimasíðunni sem ég vísaði til...
|
miðvikudagur, desember 17, 2003
þriðjudagur, desember 16, 2003
Hér hafið þið smá til að gleðja ykkur með svona í próflestrinum...og munið að borða ekki yfir ykkur um jólin!;)
|
|
mánudagur, desember 15, 2003
sunnudagur, desember 14, 2003
laugardagur, desember 13, 2003
föstudagur, desember 12, 2003
miðvikudagur, desember 10, 2003
14 dagar til jóla!!!
Sjáið hvað ég fann á netinu...mynd af pabba hans Ragga, tónlistarmanninum mikla Bobby Harrison...!
Sjáið þið ekki bara svip með þeim feðgum..?!!! ;)
Og hér er önnur þegar hann er eldri:
|
Sjáið hvað ég fann á netinu...mynd af pabba hans Ragga, tónlistarmanninum mikla Bobby Harrison...!
Sjáið þið ekki bara svip með þeim feðgum..?!!! ;)
Og hér er önnur þegar hann er eldri:
|
mánudagur, desember 08, 2003
laugardagur, desember 06, 2003
18 dagar til jóla!!! Fram til 20.desember þá hef ég engan tíma til að blogga þannig að hér verður bara jólaglens og gaman...!
|
|
föstudagur, desember 05, 2003
þriðjudagur, desember 02, 2003
Fann þessa æðislegu mynd á netinu af fjöllunum mínum úr sveitinni, Smátindafjallið, það er svo fallegt...
|
|
Hvers vegna að fara til sálfræðings þegar hægt er að ná í öll þessi persónuleikapróf á netinu... ;)
You're just the happy go-lucky type. You might have
your pet peeves, but other than that, you're
mainly calm. Blending in with your
surroundings, you're the type of person who
everyone likes. Usually it's you who cracks
jokes at social gatherings - after all,
laughter is the best medicine. Sometimes you
pretend to be stupid, but in all actuality, you
could be the next Einstein.
What Type of Soul Do You Have ?
brought to you by Quizilla
|
You're just the happy go-lucky type. You might have
your pet peeves, but other than that, you're
mainly calm. Blending in with your
surroundings, you're the type of person who
everyone likes. Usually it's you who cracks
jokes at social gatherings - after all,
laughter is the best medicine. Sometimes you
pretend to be stupid, but in all actuality, you
could be the next Einstein.
What Type of Soul Do You Have ?
brought to you by Quizilla
|
mánudagur, desember 01, 2003
Ég hlakka svo til þegar prófin eru búin, úff, ég hlakka svo til að ég get ekki beðið þegar þessi prófamartröð er búin...að vera bara í leti, skreyta jólatréð á þorláksmessu, borða namminammi mömmumat og smákökur, nóakonfekt og jólaöl, horfa á video með Sædísi systur og háma í okkur nammi þar til liggur við yfirliði...lesa fullt af bókum og sofa og sofa og sofa...ummm, get ekki beðið!!!
|
|