sunnudagur, apríl 18, 2004
Það eru komnar myndir úr afmælinu mínu og úr ferð okkar þjóðbróka á Snæfellsnesið í afmælið hennar Bryndísar...klikkið á bloggið hennar Eddu hér við hliðina, farið í myndasafnið hennar og ýtið síðan á partí...síðan verður að fletta smá...en þetta kemur allt...þar sést ég meðal annars opna risapakka!!!
|
# posted by Helga @ sunnudagur, apríl 18, 2004
|
# posted by Helga @ sunnudagur, apríl 18, 2004
laugardagur, apríl 17, 2004
Ég er nú nokkuð hreykin af sjálfri mér, ég tók enskupróf á netinu og útkoman var þessi:
You are a
GRAMMAR GOD!
If your mission in life is not already to
preserve the English tongue, it should be.
Congratulations and thank you!
How grammatically sound are you? brought to you by Quizilla
Ég er greinilega bara alveg ágæt í ensku!
|
# posted by Helga @ laugardagur, apríl 17, 2004
föstudagur, apríl 16, 2004
Í gær vorum við Inga Lára að kynna enn eitt verkefnið, það er nú farið að síga á seinni hlutann hjá okkur í þessu námi, loksins! En þetta gekk mjög vel, vorum með smá leikþátt í kynningunni sem var um námsefni okkar sem við erum að hanna fyrir þjóðsagnafræði. En guð hvað ég á eftir að sakna hennar Ingu Láru þegar hún flytur til Sauðárkróks...þetta verður svona eins og þegar síamstvíburar eru aðskildir...
Ég og Inga Lára á góðri stund í kennsluréttindanáminu
En eins og hún segir, þá er hún nú ekki að flytja til suðurpólsins! Og þau eru nú með gestaherbergi...hver veit nema ég skreppi stundum norður og við getum reynt að læra eitthvað, svona til að rifja upp skemmtilegar lærdómsstundir í vetur!!!
|
# posted by Helga @ föstudagur, apríl 16, 2004
miðvikudagur, apríl 14, 2004
Hæ gott fólk! Þá er hið finnska matarboð afstaðið og var það mjög fínt og skemmtilegt, fullt af finnskum mat, finnskri tangótónlist og finnskum vodka...ekki amalegt það á miðvikudagskvöldi! ;)
Ég var að horfa á 70 mínútur, ég get hlegið endalaust að þessum bjánum, sérstaklega Sveppa, hann er algjörlega frábær! Kíkti síðan á Jay Leno (með finnlandia vodka í æðunum er bara engin leið til að fá sig til að læra, sorry!) og þar var William Hung að syngja lagið sitt, "she bangs"...gjörsamlega laglaus að vanda! Ótrúlega frábært samt að þessi laglausi, litli kjáni sé að meika það, og þó það sé kannski út af hallærisheitum sem hann meikar það þá held ég að það sé samt líka eitthvað að gera hvað hann er eitthvað einlægur og mikið krúsímús...
hí hí, kíkið á myndbandið á þessari heimasíðu: http://entertainment.msn.com/tv/netcal/?netcal=277
Annars segi ég bara góða nótt og sofið rótt!
|
# posted by Helga @ miðvikudagur, apríl 14, 2004
mánudagur, apríl 12, 2004
Úff púff, ég sit hérna yfir leiðindaverkefnum, alveg að gubba yfir þessu, en þetta nám fer nú að styttast...Ég hlakka til á miðvikudagskvöldið, en mér er boðið til veislu hjá finnsku sendiherrahjónunum, við sem vorum á finnskunámskeiðinu var öllum boðið, það verður sko gaman!!!
|
# posted by Helga @ mánudagur, apríl 12, 2004
Vá, þetta fann ég á vísindavefnum um stærsta mann sem mælst hefur í heiminum...hann hét Robert Pershing Wadlow og var fæddur 1918 í Bandaríkjunum, dó árið 1940 og var þá orðinn 2,72 metrar á hæð!
|
# posted by Helga @ mánudagur, apríl 12, 2004
laugardagur, apríl 10, 2004
Ég átti afmæli í gær! Nú er ég orðin 24 ára! Þetta var æðislegur dagur, ég byrjaði daginn á því að fara í langa gönguferð í frábæru veðri, síðan fékk ég gesti í kaffitímanum. En hápunktur dagsins var þegar Edda og Guðrún komu um kvöldið með RISASTÓRAN pakka frá þeim og Bryndísi og Pálínu...! Og ég var ekkert smá spennt að opna hann...og það var einmitt það sem mig vantaði í pakkanum, ferðataska á hjólum, svona "flugfreyjutaska",æðislegt, og ekki nóg með það, í töskunni var allt troðið af litlum pökkum og hverjum pakka fylgdi sér saga, allt sem tengist komandi Finnlandsferð minni. Þar var til dæmis að finna landakort af Finnlandi (líka það sem mig vantaði!), dagbók, skæri,"survival kit", filma til að taka myndir, ýmislegt matarkyns og síðast en ekki síst pizzaskeri, ég meina, maður fer nú ekki til útlanda án þess að hafa pizzaskera í handtöskunni...aldrei að vita hvort þessir finnar geti skorið pizzur almennilega...! En stelpur mínar, ástarþakkir fyrir mig, þetta var meiriháttar gjöf, stórt knús til ykkar allra!!! Við borðuðum síðan yfir okkur af kökum, fengum okkur "smá" hvítvín, tekíla og ammarúllar...já, og allt í einu vorum við farnar að rúlla líka, skrítið...og Edda var farin að fíla Pixies...!;) Klukkan hálffjögur ákváðum við síðan að fara í næsta hús í strákapartí og það var nú aldeilis gaman, veit ekki hvaða álit greyin hafa á þjóðfræðingum eftir þetta...!!! Ég kom síðan heim um klukkan sex, þurfti síðan að vakna klukkan tíu og fara að vinna, er í vinnunni núna, en það var nú ansi erfitt að vakna...! En enn og aftur stelpur, takk fyrir kvöldið, þetta var frábært!!!
|
# posted by Helga @ laugardagur, apríl 10, 2004
þriðjudagur, apríl 06, 2004
Já, haldið þið ekki að hún Bóthildur sé barasta að fara á tónleikana með Sugarbabes á fimmtudaginn! Ójá! Hún Edda vinkona var svo góð að bjóða mér með sér, við ætlum sko að rokka feitt!!! Þjóðfræðibabes versus Subarbabes...beware!!!
versus
Helga babe
og
Edda babe
...And the Laugardalshöll will be shakin'all over...
|
# posted by Helga @ þriðjudagur, apríl 06, 2004
sunnudagur, apríl 04, 2004
Jæja, ég er á lífi ennþá, bara ekki búinn að gefast mikill tími til að blogga að undanförnu. Ég er núna í vinnunni niðri á Listasafni, frekar rólegt í dag enda gott veður og allir áreiðanlega að borða ís niðri í miðbæ eða troða rjómatertum í sig í fermingarveislum. Kvefið mitt er aðeins að lagast, ég get orðið andað aftur!
Nú í dag eru bara 26 dagar þar til ég fer til útlanda! Jibbí! Fyrst fer ég til Kaupmannahafnar þar sem ég verð í fjóra daga, síðan fer ég til Finnlands og verð þar í svona rúmlega tvær vikur, svo er ferðinni aftur haldið til Köben, verð þar aftur í fjóra daga og síðan heim. Hlakka til að leggja land undir fót, borða smá ruiisleippa í Finnlandi, smá að slá mig með saunavasta í sauna (mjög hollt að slá sig með þessum trjám, kemur blóðrásinni hressilega af stað!)
og skoða muminkoti...ah, æði!
|
# posted by Helga @ sunnudagur, apríl 04, 2004
föstudagur, apríl 02, 2004
ALLT Í PLATI, 1.APRÍL!!! TVEIR FÉLLU Í GILDRUNA!!! JESS, GABBIÐ TÓKST! ÉG ER
EKKI BÚIN AÐ KLIPPA MIG! Ég held ég gæti alveg eins misst handlegginn eins og hárið því hárið er svo stór hluti af mér...!!!
|
# posted by Helga @ föstudagur, apríl 02, 2004
fimmtudagur, apríl 01, 2004
Hjálp! Hvað er þetta trackback sem kom inn þegar ég setti haloscanið aftur inn? Hvað er þetta með mig og blogg?
|
# posted by Helga @ fimmtudagur, apríl 01, 2004
Já, ég lét loksins verða af því, Helga Einarsdóttir var að koma áðan úr klippingu!!! Ég er bara nokkuð ánægð með þessa klippingu, svolítið skrítið að vera allt í einu með stutt hár...þetta er samt ekki drengjakollur en nokkuð stutt samt. Hárgreiðslukonan spurði mig oft að því hvort ég væri viss með þetta og ég sagði henni bara að láta það vaða...síðan setti hún strípur og eitthvað fleira flotterí. Þannig að ég er bara ánægð, þótt ég þurfi auðvitað að venjast þessu...þið verðið að kíkja á mig við tækifæri!!!
|
# posted by Helga @ fimmtudagur, apríl 01, 2004