fimmtudagur, júlí 29, 2004
Litla ljóskan er lasin...
Hæ hæ, mín er bara fárveik, þarf samt að vera á safninu því það getur enginn leyst mig af hérna í búðinni. En á morgun getur ein leyst mig af og þá ætla ég að reyna að sofa þetta ógeð úr mér, hræðileg flensa dauðans!!! ég á að vera að vinna um verslunarmannahelgina, ef ég verð hins vegar svona slöpp þá þarf ég bara að vera veik heima. Fyrir mér er verslunarmannahelgin heldur ekkert svo sérstök, hef aldrei farið neitt þá helgi! Hins vegar nældi ég mér í miða á innipúkann og ætla að draga einn útlending með mér, sýna honum hvernig miðbæjarnördarnir skemmta sér þegar FM-hnakkarnir hafa yfirgefið borgina!!! ;)
Fékk afar ánægjulegt komment um daginn þegar mér var líkt við Birgitte Bardot...og ekkert slor að vera lík þeirri megabeibsu!!! (vona að líkindin séu sönn...!;) )
Birgitte Bardot, megabeibsuljósku söng-og leikkona með meiru!!
jæja, ætla að halda áfram að hósta og afgreiða túrista, sjáumst!
|
Fékk afar ánægjulegt komment um daginn þegar mér var líkt við Birgitte Bardot...og ekkert slor að vera lík þeirri megabeibsu!!! (vona að líkindin séu sönn...!;) )
Birgitte Bardot, megabeibsuljósku söng-og leikkona með meiru!!
jæja, ætla að halda áfram að hósta og afgreiða túrista, sjáumst!
|
fimmtudagur, júlí 15, 2004
Mér finnst rigningin góð...nema þegar ég er í stuttu pilsi og gallajakka
Komið þið sæl! Langar að benda ykkur á skemmtilegar myndir á heimasíðunni folk.is/solveige, semsagt blogginu hennar Sollu vinkonu. Þar er hægt að ýta á myndasíða, síðan þaðan er hægt að sjá til dæmis myndir úr útskriftarpartíinu sem við héldum saman og gæsuninni sjálfri. Sjón er sögu ríkari!!!
|
|
miðvikudagur, júlí 14, 2004
DAUÐIR RÍSA Á NÝ...HELGA IS BACK WITH A BAD ATTITUDE
Jahá, komið þið öll sæl á ný!!! Jú, ég er hérna einhvers staðar á lífi, húrra fyrir því!!! Og fyrirgefið hversu langt er síðan að ég bloggaði síðast, skammast mín alveg niður í tær...þetta verður síðasta sumarið sem ég ætla að vinna svona mikið, óhollt bæði fyrir líkama og sál.
Ég fór í Laugar í fyrsta skipti í gær í prufutíma með Sólveigu vinkonu Listasafnsgellu, hún er voða dugleg að mæta þangað og ég ákvað að skella mér með henni í gær eftir vinnu. Og mikið var það gaman og hressandi, hef ekki hreyft mig svona í margar vikur og var að deyja úr harðsperrum í morgun!!!
Ég er að fara í brúðkaup á laugardaginn og er farin að hlakka mjög mikið til. Solla vinkona Kvennógella er að fara að gifta sig, þetta verður í fyrsta sinn sem ég fer í brúðkaup á ævinni og er því orðin spennt að sjá hvernig þau ganga fyrir sig. Ég hlakka líka svo til að hjálpa henni með kjólinn áður en hún fer í kirkjuna og taka svona þátt í þessu, þetta verður æðislegur dagur.
Jæja, ætla nú ekki að mala meira í bili, er að vinna á listasafninu núna...
Kveðjur úr Helguheimum!!!
|
Ég fór í Laugar í fyrsta skipti í gær í prufutíma með Sólveigu vinkonu Listasafnsgellu, hún er voða dugleg að mæta þangað og ég ákvað að skella mér með henni í gær eftir vinnu. Og mikið var það gaman og hressandi, hef ekki hreyft mig svona í margar vikur og var að deyja úr harðsperrum í morgun!!!
Ég er að fara í brúðkaup á laugardaginn og er farin að hlakka mjög mikið til. Solla vinkona Kvennógella er að fara að gifta sig, þetta verður í fyrsta sinn sem ég fer í brúðkaup á ævinni og er því orðin spennt að sjá hvernig þau ganga fyrir sig. Ég hlakka líka svo til að hjálpa henni með kjólinn áður en hún fer í kirkjuna og taka svona þátt í þessu, þetta verður æðislegur dagur.
Jæja, ætla nú ekki að mala meira í bili, er að vinna á listasafninu núna...
Kveðjur úr Helguheimum!!!
|