miðvikudagur, júlí 27, 2005

 

islenskir malshaettir og ordtok!

Í gær fékk ég nóg af hundum nágrannakonu minnar, þetta eru svona tveir litlir “sultuhundar”, algjörlega óþolandi og alltaf geltandi þegar hver einasti bíll keyrir framhjá húsinu hennar (og þetta er mikil umferðargata hérna). Sú gamla horfir bara á þá með aðdáun í augum! En allavega, ég fékk nóg og sagði við Keith (og það ber að taka fram að ég hef gaman af að bregða fyrir mig málsháttum og auðvitað reddar maður sér og snyr þeim bara yfir á ensku ef með þarf) : “I have had enough of this dogs, I should let them feel where David bought the beer or else I’m going to find them on the beach” sem er annars laus þýðing á málsháttunum að láta einhvern finna hvar Davíð keypti ölið og að finna einhvern í fjöru. Keith greyið horfði á mig eins og ég hefði sloppið út af hæli!!! Ég fattaði semsagt að sumir málshættir virka ekki alveg í enskri þyðingu!!! Til dæmis:

Everyone has a naked back if he doesn’t have a brother = ber er hver að baki nema sér bróður eigi!

To let someone have it unwashed = að láta einhvern hafa það óþvegið!

Often a big bump rolls over heavy stuff = oft veltir lítil þúfa þungu hlassi!

Not are all leftovers already in the grave = ekki eru oll kurl komin til grafar!

It is seldom only one wave = sjaldan er ein baran stok!

Something is started when it is halfdone = hálfnað verk þá hafið er!


Many thinks he is me = margur heldur mig sig!

|
 
Thessi mynd var tekin i gaer af froken Helgu! Posted by Picasa

|

miðvikudagur, júlí 20, 2005

 
Kæru vinir og vandamenn!
Ég ætla hér með að opinbera það, að ég hef fengið inngöngu í masternám í þjóðfræði hér í háskólanum í Cork!!!!!!!!!!! Ég er svo ánægð að mig langar að hoppa og stökkva!!! Það eru aðeins teknir inn um 4 nemendur á hverju ári inn í masterinn og var ég svo heppin að fá að vera meðal þessara fjögurra (þetta er aðeins rúmlega eins árs nám). Þannig að ef allt gengur upp með LÍN og svoleiðis, þá er hún Helga Einarsdóttir á leið í masternám í haust!!! JIBBBBBÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ!!!!!!!



Hér er linkur á heimasíðu skólans: http://www.ucc.ie !!!

|

þriðjudagur, júlí 19, 2005

 
Thetta er gaeludyrid okkar, hann Kalli litli, reyndar er hann ekki inni i ibudinni heldur frammi a stigagangi. Er hann ekki saetur?? (heldur allavega flugunum i burtu!!!) Eg hef nu aldrei verid hrifin af kongulom, fae mig bara ekki til ad drepa hann Kalla, erum farin ad mynda nain tengsl...! Posted by Picasa

|
 
Eg og Keith forum i biltur um helgina og eg sa thennan fallega asna vid einn sveitabaeinn. Hef alltaf heillast af thessum dyrum, alltaf svo yfirvegud og falleg Posted by Picasa

|

mánudagur, júlí 18, 2005

 

Fyrirlestur dagsins!!!

Eins og Írland getur nú verið fallegt land, þá er gífurlega margt sem hægt er ad láta fara í pirrurnar á sér. Get ég nefnt margt en í dag ætla ég að beina sjónum mínum að banka-og launakerfinu.
Við skötuhjúin forum fyrir nokkrum mánuðum í eitt útibúa The Bank of Ireland til þess að borga rafmagnsreikning sem er ekki ofsögum sagt svosem. Þegar röðin kom að okkur, þá drógum við fram reikninginn og ætluðum að búa okkur undir að borga reikninginn með peningum sem við höfðum í lausu. En nei, við þurftum að hafa akkúrat fyrir upphæðinni (mig minnir að reikningurinn hafi hljóðað upp á 87,5 evrur eða eitthvað svoleiðis). Við brugðumst hissa við og spurðum gjaldkerann út í þetta (við vorum með 90 evrur á okkur) en hún sagði að hún gæti ekki gefið okkur til baka!!!!!! Ég meina common!!! Í banka og ekki hægt að gefa okkur til baka!!! Þannig að ég fór út í bíl og reyndi að skrapa saman smámynt til að hafa akkúrat fyrir reikningnum á meðan Keith fór í hraðbanka, vel á minnst sem staðsettur var í bankanum, til þess að taka út seðla í 5 evrum, til ad við gætum nú borgað reikninginn!!! Er ekki fáránlegt að vera í banka, sem vel á minnst geymir peninga, og geta ekki borgað reikning nema hafa akkúrat fyrir honum? Hvað geyma þeir í bönkunum, kannski Guinness bjór?!!! Svona hlutir fara mjög í pirrurnar á Íslendingnum sem fussar og sveiar yfir svona.
Annað atvik sem ber að nefna gerðist í dag. Við höfum safnað öllu aukaklinki saman í stóra krukku og ætlaði ég nú aldeilis ad fara með klinkið og láta telja það í bankanum og fá í staðinn seðla. Ég fór í útibú Bank of Ireland niðri í bæ og bað um að láta telja klinkið fyrir mig…en nei, ég fékk það svar að það væru ekki til peningatalningavélar í neinu útibúi bankans!!!!!!! Þannig að mér voru réttir plastpokar með skrifuðum myntupphæðum á og mátti ég gjöra svo vel að fara heim með þessa skitnu poka og telja myntina sjálf ofan í þá!!!!
Það eru 50% líkur á því að þegar farið er í búð á Írlandi þá sé ekki tekið við kortum, hvorki debet né kreditkortum, bara peningar í lausu. Og folk horfir á mig eins og ég sé frá geimnum þegar ég segi frá því að hægt sé að borga fyrir leigubíl með korti heima á Íslandi!!!Ég er ekki að segja að þessi kortamenning sé sniðug, alls ekki, og setur marga á hausinn. En mér finnst hins vegar að folk hafi rétt á vali í nútímasamfélagi. Og hananú!!!!!

|

fimmtudagur, júlí 14, 2005

 

Menningarborgin Cork 2005

HER KEMUR SMA PISTILL SEM EG SAMDI UM CORK SEM ER MENNINGARBORG EVROPU 2005!:

Þessa dagana er ég búsett í borginni Cork sem er næststærsta borg Írlands. Hér búa um þrjú hundruð þúsund manns, álíka margir og búa allt í allt á hinu farsælda fróni. Cork er menningarborg Evrópu í ár, og alls staðar er hægt að sjá ummerki um það í borginni. Hér eru vegaframkvæmdir hvarvetna, verið er að leggja nýjar gangstéttarhellur, mála framhliðar þeirra húsa sem snúa að götunum, og götur miðborgarinnar eru sópaðar á hverjum degi sem mér skilst af innfæddum að sé annars ekki gert dags daglega. Fánar með auglýsingum um Cork hanga víða í miðbænum, og tákn menningarborgarinnar er flugeldasýning, eitthvað sem Írar hafa ekki vanist eins og Íslendingar með sitt flugeldaæði á áramótum. Allir virðast leggja hönd á plóginn við að halda borginni í horfinu fyrir sumarið þegar túristastraumurinn tekur völdin. Verkamenn vinna jafnvel á sunnudögum sem er mjög heilagur í hugum kaþólikka, þó sá heilagleiki hafi farið dvínandi með árunum. Menningarlegar sýningar standa yfir á söfnum og í leikhúsum og elíta Corkborgar heldur varla vatni yfir öllu því sem boðið er upp á í nafni menningar þessa dagana.
Það sem þó vekur helst athygli mína og mér finnst standa sig einna best í að gera Cork að verðugri menningarborg Evrópu eru blessaðir utangarðsmennirnir. Já, þeir liggja nú ekki á liði sínu, annað en Hlemm-bekksitjandi, Arnarhólsröltandi Reykjavíkurrónarnir sem gera ekkert annað en drekka og láta sér leiðast. Útigangsmennirnir hérna láta ekki deigan síga, og í staðinn fyrir að veltast um fullir án nokkurs tilgangs, þá finna þeir upp á ýmsum uppátækjum hér til að skemmta gestum og gangandi. Uppáhaldsróninn minn er gamall maður, svo gamall að ég á erfitt með að skilja að einhver geti verið svona gamall. Hann gengur um með lítinn hund, en eiginlega veltist maðurinn frekar um því hann virðist annað hvort vera haugfullur eða farinn að missa jafnvægisskyn, nema hvort tveggja sé. Hann situr venjulega við eitthvert götuhornið, og hann er ekki bara drekkandi og ælandi sér og borginni til skammar, heldur spilar hann á bárúnu, handtrommu sem hann ber með litlum kjuða (þetta er eitt af þjóðarhljóðfærum Íra). En bak við trommuna felur hann lítið útvarp, og úr því glymur River-dance tónlist. Nú veit ég ekki hvort hann er að reyna að blekkja áheyrendur eða sjálfan sig, en eins og ég segi, þá leggur hann sig allavega fram, og ekki hafa nú allir slíkan framkvæmakraft. Annar andans maður sem er í miklu uppáhaldi hjá mér situr vanalega á einni brú undir teppi og spilar á írska flautu. Hann virðist alltaf verða ofsalega hamingjusamur þegar út kemur einhvers konar lag, og ég get ekki stillt mig um að klappa fyrir honum í hvert sinn sem ég sé hann spila.
Þegar ég sé slíkan framkvæmdarkraft þá get ég ekki stillt mig um að hugsa um framtíð Reykjavíkurrónanna, hvernig væri að við myndum gefa útigangsfólki miðbæjar Reykjavíkur nýja von og ný tækifæri til að spreyta sig? Við gætum til dæmis endurvakið langspilahefðina, látið smíða í Kína nokkur hundruð eftirlíkingar af langspilinu, og þannig gætu blessaðir rónarnir endurvakið þessa þjóðlegu hefð og jafnframt stytt sér stundir í hversdagsleikanum. Og með því gefið borginni okkar nýja sýn á menningu. Því menning er meira en framúrstefnulegar sýningar á listasöfnum og galleríum, kampavínsveislur og klassísk tónlist. Menning er einnig alþýðlegt fyrirbæri, eitthvað sem allir geta skapað innan sinnar þjóðar. Og þá skiptir ekki máli hvort um sé að ræða heimsfræga listamenn og tónlistarfólk, maðurinn sem safnar sér fyrir næsta bjór með flautuleik á götuhorni er einnig að framkvæma það sem kalla má menningu. Þetta er bara allt spurning um túlkun og tísku hverju sinni.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?